Minnisbók fyrir árið 1942

Frímann skrifaði dagbókarfærslur fyrir apríl til september. 

Langt hlé hefur orðið á dagbókarfærslum Frímanns en þegar hér er komið sögu hefur Guðfinna Bjarnadóttir verið kaupakona í Garðshorni sumarið 1941 sem hefur endað með trúlofun þeirra pabba. Hún hefur þó verið í vist hjá uppeldisbróður sínum, Kristni Jónssyni, á Akureyri veturinn 1941-1942.