Minnisbók fyrir árið 1921

Dagbókarfærslur Frímanns - þá 16 - 17 ára - á fyrri hluta árs 1921. Þessi að mörgu leyti afleita mynd sýnir þó bæjarhúsin í Garðshorni um það leyti sem Frímann byrjar að skrifa dagbókarfærslur sínar. Í miðstafni voru svonefndar bæjardyr en skálar eða geymslur til hvorrar handar. Bak við ytri skálann, vinstra megin, var eldhúsÞvert á stafnana og bak við þá var baðstofan sem stóð uppi löngu eftir að búið var að rífa framhúsin og byggja nýtt steinhús sem íbúðarhús. Lengst til hægri var fjósið og heytótt þar á bak við en fjósið var flutt norður fyrir húsin og nýja íbúðarhúsið byggt þar sem fjósið stóð.