Maí 1936

Maí 1936

1. maí
Pabbi fór út í Bryta með rauðmaga.

2. maí
Kári kom með póst o.fl. Hósi kom með bók. Steini á Bryta kom og fékk 320 pd af útheyi, flutti það á sleða en færið er vont. Þóra kom innanað með bílnum um kvöldið.

3. maí – sunnudagur
Steindór fór ofaní Rauðalæk með Gránu og Brún og fær að hafa þau þar um tíma. Svo fór hann út í Steðja o.fl.

4. maí
Kristján fór ofan að Hamri. Steindór fór í síma suður í Bægisá.

5. maí
Jóhanna og Reynir komu þegar ég var að sækja féð. Um kvöldið fann ég eina á, Hornsloppu, niður í læk hér suður og upp, hafði hún farið ofan um snjóhuldu. Var hún furðu hress þegar hún kom upp.

6. maí
Steindór fór í kaupstað með Eggert. Kári kom, er hann nú að fara úr vistinni í Kirkjubæ en hefur ráðið sig eftirleiðis hjá Eggert á Sílastöðum, vinnumaður. Fyrsta ærin bar í dag, tvílembd.

7. maí
Steindór var að keyra á völl. Ég kom við á Kirkjubæ um leið og ég fór að smala.

11. maí
Eiríkur í Skógum kom, sömuleiðis Númi[1] í Steinkoti. Kári tók saman föggur sínar og fór alfarinn í nýju vistina að Sílastöðum.

15. maí
Steindór og Númi voru við að flytja á og herfa. Steindór fór út í Rauðalæk og fékk lánaða kerru. Ég stakk upp garðinn fyrir sunnan og stúlkurnar settu í hann fræ. Ærnar eru farnar að bera og eru 12 bornar, 7 tvílembdar.

...

Hér hefur pabbi ekki gefið sér tíma til að færa dagbókina á meðan sauðburður stóð yfir enda vakti hann þá dag og nótt – „fór ekki úr fötum“.

...

 

 

[1] Númi Sigtryggsson (1914-1939) hefur verið í vinnu í Garðshorni um tíma. Hann fórst með báti frá Grenivík.